Fréttabréf mars 2018
FRÆÐSLA á HL – næstu fræðslufundir

  Frá og með 1. apríl hækka þátttökugjöld HL stöðvarinnar í 9000 krónur á mánuði . Afsláttur fyrir lífeyrisþega er 10%.

  RAUÐIR DAGAR Á VORMÁNUÐUM Stundaskrá HL stöðvarinnar verður óbreytt í mars, apríl og maí fyrir utan lögbundna frídaga. Þeir hópar sem eru á mánudögum og fimmtudögum eru hvattir til að bæta sér upp tímamissi með því að nota frjálsan tíma í tækjasal.

  VORIÐ AÐ KOMA - SETTU ÞÉR MARKMIÐ Hefur þú sett þér markmið fyrir sumarið í hreyfingu? Nýttu þér vel þjálfunina á HL stöðinni á vormánuðum til að njóta sumarsins sem best.


  FRJÁLSIR TÍMAR Í TÆKJASAL
  Minnum á frjálsa tíma í tækjasal á mánudögum og föstudögum milli kl. 17:45 og 19:00. Þátttakendur hita upp á hjóli og þjálfa í tækjasal. Þetta er upplagt fyrir þá sem vilja mæta aukalega eða bæta sér upp tíma.

  GEYMSLUSKÁPAR
  - Þátttakendur eru hvattir til að nýta geymsluskápana fyrir verðmæti sín. Skáparnir eru læstir með hengilásum sem hver og einn kemur með.

  ÚTISKÓR
  – Við viljum benda þátttakendum á að fara ekki inn á útiskóm og að nota hreina skó inni í sal.

  Ilmefni –
  vinsamlegast notið ekki ilmefni fyrir þjálfun þar sem margir hér þola þau mjög illa.

  HEIMASÍÐA HL
  stöðvarinnar er; hlstodin.is