Til baka í fréttayfirlit

Gjöf frá Lungnasamtökunum

10/2/24

Í tilefni af 35 ára afmæli HL stöðvarinnar færðu Lungnasamtökin HL stöðinni veglega tækjagjöf, þrjú Emotion hjól af nýjustu gerð og eitt Landice sethjól. Iðkendur úr lungnahópum stöðvarinnar ásamt stjórn Lungnasamtakanna gerðu sér glaðan dag af því tilefni.

Stjórn og starfsfólk HL stöðvarinnar þakkar Lungnasamtökunum fyrir umhyggjuna og stuðninginn. Hjólin hafa nú þegar verið tekin í notkun og eru farin að nýtast skjólstæðingum HL stöðvarinnar.