Starfsfólk göngudeildar kransæða, hjartagáttar og hjartadeildar Landspítalans kom í heimsókn á HL stöðina og kynnti sér starfsemi stöðvarinnar og aðstöðu. Alla tíð hefur verið mikð og gott samstarf á milli HL stöðvarinnar og Landspítala. Það var því einkar ánægjulegt að fá þessa góðu kollega í heimsókn á stöðina til skrafs og ráðagerða. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.