Miðvikudaginn 15.janúar afhenti Vísindasjóður Lungnasamtakanna þrjá styrki við hátíðlega athöfn í húsnæði HL stöðvarinnar í Reykjavík, Hátúni 14. Eftirfarandi hlutu styrki úr sjóðunum : - Guðrún Nína Óskarsdóttir með verkefnið ,,Árangur endurhæfingar skjólstæðinga sem hafa farið í skurðaðgerð vegna lungnakrabbameins. - Karin Kristina Sandberg með verkefnið ,,Aðgengi einstaklinga sem nota sérhæfða heimaöndunarvélameðferð að vistun á hjúkrunarheimili. - Fatima Mandia Labitigan með verkefnið ,,Nurses knowledge, skills and attitude in providing health education on inhaler devices among individuals with COPD and asthma, a cross-sectional study.
Vísindasjóður Lungnasamtakanna var stofnaður árið 2017. Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir á orsökum lungnasjúkdóma, forvörnum og meðferð sem bæta munu lífsgæði lungnasjúklinga. Með styrkveitingunni vilja Lungnasamtökin vekja áhuga nemenda á heilbrigðissviði á sérhæfingu á sviði lungnasjúkdóma.