Fimmtudaginn 5.desember kl.14:00 flytur Karl Konráð Andersen hjartalæknir fyrirlesturinn Hjartasjúkdómar - einkenni, horfur og meðferð. Velkomin.
Lesa meiraÞann 22.nóvember fengum við Hjartaeymi Reykjalundar í heimsókn á HL stöðina. Við notuðum tækifærið og sögðum þeim frá tilurð stöðvarinnar og kynntum þeim fyrir starfseminni. Einnig ræddum við almennt um hjartaendurhæfingu og þá meðferðamöguleika sem skjólstæðingum okkar stendur til boða hvað endurhæfingu varðar. Í gegnum tíðina hefur verið mikið og gott samstarf milli HL stöðvarinnar og Reykjalundar. HL stöðin þakkar Hjartateyminu kærlega fyrir ánægulega heimsókn og hlakkar til frekara samstarfs.
Lesa meiraFimmtudaginn 28.nóvember kl.14:00 flytur Erla Svansdóttir sálfræðingur fyrirlesturinn Að lifa með langvinnan sjúkdóm. Allir velkomnir.
Lesa meiraFimmtudaginn 21.nóvember kl.14:00 flytur Erla Svansdóttir sálfræðingur erindi um streitulosun og slökun. Verið öll hjartanlega velkomin.
Lesa meiraFimmtudaginn 7.nóvember kom Willum Þór heilbrigðisráðherra í heimsókn á HL stöðina. Sem heilbrigðisráðherra hefur Willum m.a. kynnt sér vel endurhæfingu hjarta-og lungnasjúklinga á HL stöðinni. Það var mikill heiður og afar ánægjulegt að fá Willum í heimsókn á stöðina og sýna honum starfsemina. Bæði starfsfólk og iðkendur áttu sannkallaða gæðastund á stöðinni með ráðherranum. Við þökkum Willum kærlega fyrir heimsóknina á HL stöðina.
Lesa meiraFimmtudaginn 14.nóvember kl.14:00 flytur Inga Valborg Ólafsdóttir erindi um áhættuþætti hjartasjúkdóma. Allir velkomnir.
Lesa meira